Frískápar landsins halda áfram að gefa

mbl.is/

Þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Það er ánægjulegt að verða vitni að náungakærleika og sjá fólk taka höndum saman í þjóðfélaginu.

Facebook grúppurnar um frískápa landsins fara ört stækkandi, en það voru upphaflega vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato sem settu upp fyrsta ísskápinn hér á landi - nánar við Bergþórugötu 20. Frískápur er ísskápur sem stendur undir nafni, þar sem fólk getur komið og sótt sér frían mat. Allir geta sett mat í frískápinn og öllum stendur til boða að nýta sér hann.

Frískápar þekkjast víða um heim og er upphaflega hugmyndin sú að draga úr matarsóun. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar  nýta sér þessa þjónustu hér á landi og koma með umfram mat í skápana. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar, en hér fyrir neðan má sjá hvar frískápana er að finna.

Frískápar sem finna má á landinu

101 Reykjavík, við Andrými Bergþórugötu 20 - HÉR.

105 Reykjavík, við Laugarneskirkju, Kirkjuteigsmegin - HÉR.

107 Reykjavík, við Neskirkju, Neshaga megin (Norðurhlið) - HÉR.

108 Reykjavík, við Hjálpræðisherinn, Austurhlið - HÉR.

111 Reykjavík, Völvufell - HÉR.

200 Kópavogur, við Mossley - HÉR.

270 Mosfellsbær við Kjarna - HÉR.

600 Akureyri, við Amtsbókasafnið - HÉR.

800 Selfoss, við Nytjamarkaðinn - HÉR.

Í byggingu

Hafnarfjörður miðsvæðis - HÉR.

Hafnarfjörður Vellir - HÉR.

Þá er verið að leita að staðsetningu fyrir:

  • Reykjanesbær
  • 108 Sunnan Bústaðarvegs
  • 112 Grafarvogur/Spöng - HÉR.
Það má finna ýmislegt í frísskápum landsins.
Það má finna ýmislegt í frísskápum landsins. mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is