Leynitrixið að baki hinu fullkomna lasagne

Löðrandi lasagne, gjörið svo vel!
Löðrandi lasagne, gjörið svo vel! mbl.is/María Gomez

Það er ekkert mál að búa til hið fullkomna lasagne að mati danska kokksins Timm Vladimir en leynitrixið er sáraeinfalt.

Til að útbúa hið fullkomna lasagne, er leynitrixið sáraeinfalt að mati danska kokksins Timm Vladimir.

Að söng Timm er leynitrixið fólgið í því að gæða sér á afgöngum. Hljómar galið en hann segir að daginn eftir verði bragðið dýpra og betra. Lasagne sem hefur fengið að býða í kæli yfir nótt verður alltaf miklu bragðbetra en nýeldað lasagne. Trixið er að breiða vel yfir réttinn svo hann þorni ekki upp og hita hann svo rólega upp (ekki á of miklum hita) svo hann verði fullkominn.

Timm deilir jafnframat uppáhalds lasagne sósunni sinni sem hann segir vera stórbrotna og við trúum honum alveg.

Besta tómatsósan að mati Timm

  • 1 kg tómatar
  • 2 stk. chili
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 1 appelsína
  • Salt
  • Edik
  • Sykur

Aðferð:

  1. Skolið tómatana og flysjið appelsínuna.
  2. Leggið í fat og bakið í ofni í 3-4 tíma við 110-120 gráður.
  3. Takið út og blandið öllu saman á pönnu (bara safanum úr appelsínunni).
  4. Leyfið suðunni á sósunni að koma upp og smakkið til með salti, ediki/sítrónu og jafnvel sykri eða hunangi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert