Renndi niður Óskarskjólnum til að borða samloku

Salma Hayek ásamt dóttur sinni, Valentinu.
Salma Hayek ásamt dóttur sinni, Valentinu. AFP

Salma Hayek er með forgangsröðina á hreinu. Salma var að sjálfsögðu mætt á rauða dregilinn á sunnudaginn þegar Óskarsverðlaunin voru afhent. Hún mætti ásamt 15 ára dóttur sinni, Valentinu, og báðar voru þær stórglæsilegar í rauðum kjólum.

Það tekur samt á að troða sér í þröngan kjól og Salma hefur verið afar hreinskilin með það eins og sjá má í myndbandinu fyrir neðan sem tekið er síðar um kvöldið þegar hún er greinilega komin heim og tilbúin að fá sér að borða.

Kjóllinn býður þó ekki upp á mikið svigrúm og þá er bara eitt í stöðunni... að renna honum niður.

mbl.is