Flottasta avókado bók landsins

Avókado er án efa einn mest ljósmyndaði ávöxtur heims á samfélagsmiðlum - enda ansi myndarlegur þegar búið að er að skera hann í sneiðar. Við rákumst á ótrúlega smekklega bók sem inniheldur 60 uppskriftir, og allar eru þær með avókado í aðalhlutverki.

Hér má finna gómsæta morgunverði yfir í girnilega eftirrétti - eða allt frá avó-nöggum yfir í íspinna. Venjuleg salöt sem umbreytast í íburðamikinn rétt með ávextinum um borð, eins snakk, guacamole og svo margt fleira. Bókin er full af innblæstri hvernig best sé að undirbúa, stílisera og borða þessa ofurfæðu. Fyrir utan að bókin er stútfull af góðu efni, þá er hún líka svo falleg ásjónu - passlega stór og fagurbleik. Áhugasamir avókado unnendur, geta fundið bókina í Epal eða HÉR.

Glæsileg avócado bók var að lenda hér á landi.
Glæsileg avócado bók var að lenda hér á landi. mbl.is/The avocado book
mbl.is/The avocado book
mbl.is/The avocado book
mbl.is/The avocado book
mbl.is/The avocado book
mbl.is