Sláandi staðreyndir um vinsælasta morgunkorn landsins

Hér má sjá umbúðirnar í gegnum tíðina.
Hér má sjá umbúðirnar í gegnum tíðina.

Það er í gulum pökkum og virðst vera jafn greypt í þjóðarsálina og grænu baunirnar frá Ora. Flest köllum við það Seríós en Ameríkaninn myndi alltaf segja Tjiríós (eða eitthvað á þá leið).

Það eru kannski ekki allir sem vita að seríósið eða Cheerios á sér langa sögu sem spannar yfir sjö áratugi en það kom fyrst á markað árið 1941 og svo hingað til lands 1945.

Cheerios hét fyrst Cheeri Oats en síðar var nafið stytt í Cheerios þar sem það þótti þjálla. Morgunkornið er unnið úr höfrum sem eru þurrkaðir og síðan malaðir. Úr þeim eru síðan bakaðir hafrahringir.

Cheerios er fyrsta fæðan sem ansi margir fá enda vinsæll fingramatur fyrir börn. Það er eitt sykurminnsta morgunkornið á markaðinum og 30 gramma skammtur inniheldur 70% af daglegri járnþörf líkamans.

Cheerios er ekki bara vinsælt morgunkorn heldur er það líka notað í bakstur. Í nýlegri auglýsingu hér á landi með leik- og söngkonunni Sölku Sól var búin til Cheerios-kaka sem Linda Ben útbjó sérstaklega fyrir auglýsinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert