„Ég fer alltaf aðeins yfir línuna“

Sylvía Haukdal á og rekur kökubúðina 17 Sortir ásamt Auði …
Sylvía Haukdal á og rekur kökubúðina 17 Sortir ásamt Auði Ögn Árnadóttur sem stofnaði búðina á sínum tíma.

Veisludrottningin og kökumeistarinn Sylvía Haukdal er með meirapróf í veisluhöldum og er í óðaönn þessa dagana við að galdra fram girnilegar kökur og annað kruðerí enda er fermingartímabilið formlega hafið.

Sylvía segir að fermingarkökurnar í ár séu ótrúlega fjölbreyttar.„Mér finnst vera aðeins meira um jarðliti heldur en síðustu ár.  Lifandi blóm, gull, silfur og rosegold er mjög vinsælt en mér finnst samt fólk vera orðið spennt líka fyrir að taka meira af litlum bitum eins og kleinuhringjum og þess háttar. Svo er marengs stafurinn alltaf vinsæll þar sem hann skreytir borðið svo fallega,” segir Sylvía en téðir marengs stafir þykja það allra lekkerasta á veisluborðið miðað við heimildir okkar.

Sylvía segir að vinsælasta bragðtegundin sé saltkaramella en það sé þó að breytast. „Mér finnast léttari fyllingar vera að slá í gegn eins og þrista mousse og karamellu súkkulaði mousse, enda eru það bragðtegundir sem hentar öllum aldurshópum.”

Hvaða veitingar eru vinsælastar hjá ykkur í 17 Sortum?

„Hjá okkur í 17 sortum er svo margt að slá í gegn þessa dagana. Auðvitað eru kökurnar alltaf mjög vinsælar en svo er fólk mikið að panta munnbita blöndur og marengs stafi. Kleinuhringirnir okkar eru að hitta í mark þetta árið og hægt er að panta þá í því þema sem er í veislunni. Þetta er eitthvað sem krakkarnir elska og er eflaust „guilty pleasure” hjá mörgum fullorðnum líka.”

Ef þú værir að setja saman fermingarveislu og vildir hafa hana sem auðveldasta - hvað myndir þú bjóða upp á?

„Ef ég væri að halda veislu og vildi hafa það sem auðveldast myndi ég panta veislubakka með spjótum og sushi og svo allskonar litla bita eins og kleinuhringi, pavolvur, makkarónur, sítrónutart og hafa svo eina fallega köku á borðinu. En ef ég ætlaði að reyna að gera meira sjálf myndi ég kaupa allskonar rækjur, spjót og sæta bita eins og fást í Hagkaup í Skeifunni og gera fallega bakka á veisluborðið.”

Hvernig lítur fyrirmyndarhlaðborðið út í þínum huga?

„Ég fer alltaf aðeins yfir línuna þegar ég er með veislu. Ég elska að hafa allskonar í boði  og langar alltaf að hafa allt. En ég væri sennilega með eitt borð með kjúklingaspjótum, sushi, rækjum, brauðrétt og salati. Svo annað sætt borð með marengs staf, kleinuhringjum, nammibar, köku og litlum bitum.

Hvað finnst þér ómissandi á veisluborðið?

Ég elska brauðrétti og marengs en svo væri sítrónu eða passiontarte fullkomið.

Fyrir áhugasama er vel til fundið að fylgja Sylvíu á Instagram þar sem hún deilir reglulega góðum hugmyndum.

View this post on Instagram

A post shared by 17 Sortir (@17sortir)



mbl.is