Á þrjár hrærivélar en samt enga

Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum …
Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum kökum. Ljósmynd/Instagram

Hún bakar og skreytir ótrúlegustu listaverkin í kökuformi, sem eiga engan sinn líkan. Eva María Hallgrímsdóttir er konan á bak við Sætar Syndir og deilir hér með okkur uppáhalds áhöldunum sínum í eldhúsinu - en hún er matgæðingur mikill og er ekki síður góður kokkur. Eva María hefur í mörgu að snúast þessa dagana, því fermingartörnin er í fullum gangi og fagurlega skreyttar kökur raðast úr sælkerahúsinu á færibandi. 

Á þrjár hrærivélar, en samt enga
Hrærivélin mín - ég nota hana gríðarlega mikið, þá bæði þegar ég er að elda eða baka. Ég keypti mér mína fyrstu Kitchenaid hrærivél fyrir 13 árum síðan þegar ég var í fæðingarorlofi en síðan þá er ég búin að versla mér tvær Kitchenaid vélar til viðbótar - þær hafa allaf endað upp í Sætum Syndum. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur að það vantar alltaf hrærivélar á ákveðnum tímapunkti. Það eru því þrjár vélar komnar þangað frá mér - ein svört, ein dökkbleik og ein ljósbleik. Ég er því orðin hrærivélalaus heima og þarf að fara gera úrbætur á því.


Matvinnsluvélin er ómissandi
Ég keypti mér Kitchenaid matvinnsluvél fyrir hálfu ári síðan og vá, hvað þetta er mikil snilld til að saxa niður lauk og allskyns grænmeti. Mæli svo sannarlega með að eiga slíka græju.


Potturinn sem verður alltaf fyrir valinu
Ég fékk í gjöf fallegan sægrænan Le Creuset pott frá tengdamóðir minni fyrir einhverjum árum og ég elska hann. Hvort sem ég er að elda pasta, súpur, lambaskanka og fullt annað, þá er hann alltaf fyrir valinu.


48.087 kaffibollar
Kaffivélin mín - ég er mikil kaffikona en ég elska kaffikönnuna mína. Við hjónin fengum í brúðargjöf fyrir 15 árum dásamlega Saeco kaffivél sem gerir svo gott kaffi, að ég veit ekki alveg hvar ég væri án hennar. Þessi vél er búin að framleiða fyrir okkur 48.087 kaffibolla en hún var í smávægilegu viðhaldi í morgun og því veit ég það.

Góð panna er mikilvæg
Ég elda mjög mikið og finnst gríðarlega mikilvægt að hafa góða pönnu við höndina.

mlb.is/Mynd aðsend
mlb.is/Mynd aðsend
mlb.is/Mynd aðsend
mbl.is