Omnom í umfjöllun The New York Times

Íslenska súkkulaðigerðin Omnom var í sviðsljósinu vestanhafs í vikunni þegar það birtist frétt um súkkulaðikanínuna þeirra, Mr. Carrots hjá einum helsta matarblaðamanns og gagnrýnenda New York Times, Florence Fabricant. 

Við erum himinlifandi yfir þessari umfjöllun og fundum fyrir gífurlega jákvæðum viðbrögðum við fréttinni í gær bæði í heimsóknum á vef og í sölu,“ segir Hanna Eiríksdóttir Mogensen markaðsstjóri Omnom í samtali við mbl. 

Óhætt er að segja að Omnom sé í útrás. Þetta er ótrúlega spennandi vegferð og við finnum það að Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á góðu súkkulaði, hönnun og ekki síst Íslandi og íslenskum hefðum,“ segir hún.

Í tilefni af komu Mr. Carrots vestanhafs hefur súkkulaðigerðin ýtt úr vör herferð til þess að kynna fólki betur fyrir súkkulaðikanínunni eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi.

Mr. Carrots súkkulaðikanína Omnom er handgerð í súkkulaðigerð Omnom úti á Granda og er búin til úr verðlaunasúkkulaðinu Lakkrís + Sea Salt. Mr. Carrot er fáanlegur hér á landi í vefverslun Omnom sem ogverslun þeirra út á Granda í takmörkuðu upplagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert