Bestu þrifráð herbergisþernunnar

Það er æðislegt að sjá handklæðin vel brotin saman inn …
Það er æðislegt að sjá handklæðin vel brotin saman inn á baðherbergi. mbl.is/marthastewart.com

Það eru sjálfsagt fáir flinkari við að þrífa vel og hratt eins og herbergisþernur og því ekki úr vegi að leita í reynslubanka þeirra og komast að því hvernig best er að þrífa baðherbergi eins hratt og skilmmerkilega og kostur er.

Hér er góð baðherbergisrútína sem gott er að fara eftir:

  1. Byrjaðu á að opna gluggann ef þess er kostur.
  2. Taktu fyrst saman allan óhreinan þvott og settu í körfu (eða þar sem þú geymir óhreinan þvott). Sama gildir um handklæði.
  3. Hreinsaðu allt rusl og tæmdu ruslakörfuna. Settu nýjan poka í en ekki loka pokanum strax því eitthvað gæti bæst í hann.
  4. Taktu hreingerningarsprey og úðaðu yfir vaskinn/sturtuna/baðið/klósettið. Úðaðu glerhreinsi á spegla og sturtugler. Og klósetthreinsi innan í klósettskálina.
  5. Síðan tekurðu þetta skipulega. Þrífur fyrst klósett/sturtu/baðið/klósettið. Síðan gler og spegla og loks klósettið að innan.
  6. Að síðustu skúrar þú eldsnöggt yfir gólfið. Setur hrein handklæði á sinn stað, minnkar rifuna á glugganum og ferð út með ruslið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert