Hingað flykkjast fagurkerar á ferðalagi

Á þessu kaffihúsi í Bankok, er loftið speglaklætt og allir …
Á þessu kaffihúsi í Bankok, er loftið speglaklætt og allir veggir úr gleri. mbl.is/Dezeen.com

Núna þegar heitasti áfangastaðurinn er Taíland er eins gott að við förum að benda ykkur á spennandi veitingastaði og kaffihús þar í landi.

Í borginni Bangkok má finna kaffihús sem er engu öðru líkt - þar sem speglaklædd mósaík er í aðalhlutverki.

Kaffihúsið heitir Nana Coffee Roasters og er byggt upp í þremur þröngum rýmum - með glerveggjum og speglalofti sem varpar ótrúlegri mynd frá umhverfinu í kring. Tré og gróður umlykur glerbygginguna og flæðir hálfpartinn inn í innréttingarnar á staðnum, sem í grunninn eru hvítar og svartar. Hönnunin var í höndum Thai practice IDIN Architects, sem hafa sannarlega náð að fanga stemningu sem stuðlar að slökun og rólegu andrúmslofti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Heimild: Dezeen

mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is/Dezeen.com
mbl.is