Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefnis

Organic Pancake Mix frá Amisa.
Organic Pancake Mix frá Amisa.

Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Organic Pancake Mix frá Amisa.

Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu segir að aðskotaefni, svokölluð trópanbeiskjuefni (atrópín og skópalamín), hafa greinst yfir mörkum sem skilgreind eru í reglugerð. Trópanbeiskjuefni finnast náttúrulega í ákveðnum tegundum plantna.

Matvæli sem innihalda magn trópanbeiskjuefna yfir mörkum eru ekki örugg til neyslu og geta verið heilsuspillandi.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Amisa

Vöruheiti: Organic Pancake Mix

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 30.08.2023

Lotunúmer: 229597

Nettómagn: 2*180 g

Strikamerki: 5032722313743

Framleiðandi: Windmill Organics Ltd.

Framleiðsluland: Þýskaland

mbl.is