Nýjasta TikTok-æðið er þeyttur brie ostur

Þeyttur brie ostur er nýjasta æðið á TikTok.
Þeyttur brie ostur er nýjasta æðið á TikTok. mbl.is/mbl.is/TikTok @justataste

Við höfum áður séð þeyttan fetaost setja allt á hliðina á TikTok og nú er það þeyttur brie sem tekur við stýrinu. Hér þarf jafn mikið magn af smjöri og af brie til að fá þessa mjúku áferð, en uppskriftin er afar einföld.

  • Osturinn og smjörið þarf að vera við stofuhita áður en hafist er handa. Skerið efsta lagið af brie ostinum og setjið í matvinnsluvél - hrærið ostinn saman við smjörið þar til blandan er orðin mjúk.
  • Berið fram með góðu kexi eða snakki.

Það eru þó ekki allir osta-unnendur á sama máli um ágæti þessarar ídýfu, þar sem margir vilja meina að efsta lagið á brie ostinum sé það sem gerir ostinn og því algjör synd að það sé skorið frá. Á meðan aðrir elska þessa nýju útfærslu og háma hana í sig af bestu lyst.

 

 

mbl.is