Hvaða blöndunartæki passa þér best?

Kraninn í eldhúsinu má stela athyglinni eins og við sjáum …
Kraninn í eldhúsinu má stela athyglinni eins og við sjáum hér. mbl.is/Billigvvs.dk

Vantar þig tilbreytingu? Það þarf ekki meira til en að skipta um krana inn í eldhúsi eða baðherbergi, til að fá nýtt útlit. Hér er samantekt af því sem gæti komið til greina og auðveldað valið. Blöndunartæki finnast í ótal útfærslum, spurningin er hversu langt viltu ganga? Viltu hafa skynjara á vatninu, eða einn sem gefur þér sódavatn eða getur jafnvel soðið vatn? Og hvaða litur heillar?

Gylltur glamúr
Að velja gylltan krana er ekki bara ávísun á að þvo hendurnar, því kraninn verður ákveðinn skúlptúr í rýminu. Stendur þar glæstur og þjónar sínu hlutverki sem aldrei fyrr.

Krómuð klassík
Það verður ekki klassískara en krómið, og það ekki að ástæðulausu. Það er auðvelt að þrífa krómið og það dugar í mörg ár. Ef þú vilt sækjast eftir aðeins meira en glansandi yfirborðið, þá er burstað króm kannski málið.

Einfalt og hvítt
Hvít blöndunartæki eru kannski ekki þitt fyrsta val, og sjást ekki oft í eldhúsum eða inn á baðrýmum - en færir okkur rólegheit inn á nútíma heimilið. Hvítur litur er kannski meira ögrandi en margur myndi halda, í það minnsta í vali á blöndunartækjum.

Kopar
Sækist þú eftir hlýju inn í rýmið, þá er kopar-krani málið. Koparinn getur híft upp látlausa innréttingu eða verið djarft mótspil við aðra liti.

Svart og seiðandi
Svartur krani er án efa stílhreinn og fullkominn ef þú sækist eftir hreinum línum. Hægt er að fá svarta krana með mattri og glansandi áferð fyrir þá sem það vilja.

mbl.is/Billigvvs.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert