Svona þrífur þú ofninn með álpappír

Álpappír er vinsæl eldhúsvara.
Álpappír er vinsæl eldhúsvara. mbl.is

Okkar ástsæli silfurlitaði pappír sem virðist geta nýst okkur að svo mörgu leiti við matargerð, þjónar hér tilgangi í þrifum á ofni. Það er óþarfi að fá illt í handleggina við að skrúbba bakaraofninn hreinan, því þessi aðferð mun breyta öllu hvað það varðar og tekur rétt um fimm mínútur í framkvæmd.

Svona þrífur þú ofninn með álpappír

  • Stráið natron yfir botninn á ofninum og á glerið - og kreistið sítrónuafa yfir.
  • Krumpið álpappír saman og skrúbbið ofninn. Athugið að álpappírinn rispar ekki.
  • Þurrkið með hreinum klút.

Ef ofninn eða bakaraplöturnar eru mikið óhreinar, þá þarf að gefa sér aðeins meiri tíma en fimm mínútur í verkið. Bara svo því sé haldið til haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert