Tæplega áttræður og hefur skipt um lit

mbl.is/Fredericia

Hann er jafn huggulegur og árið 1947, er stóllinn J39 kom fyrst á markað. Tæplega áttatíu árum síðar er stóllinn kynntur í nýjum mjúkum litum.

Stóllinn er hönnun eftir Børge Mogensen, einum þekktasta hönnuði sem Danir hafa alið af sér. Tímalaus hönnun úr gegnheilum við sem stenst tímans tönn - og passar inn í hvaða rými sem er. J39 hefur til þessa verið fáanlegur í klassískri eik, hnotu og beyki - og nú í tveimur nýjum litum sem sækja innblástur sinn í sumarhús og listastúdío Børge, í Lynderup. Hér sjáum við kakí grænan lit með bast ofinni setu og eins kemur stóllinn í fallega ljósgráum lit. Hvoru tveggja litir sem færa mann nær ströndinni, þar sem tíminn stendur í stað og ekkert skiptir meira máli en bara að vera. Það eru Fredericia sem sjá um framleiðslu stólsins sem fæst í versluninni Epal.

mbl.is/Fredericia
mbl.is/Fredericia
mbl.is/Fredericia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert