Þekktasta listasafn heims í samstarfi við Bodum

MoMA og Bodum hafa tekið höndum saman og kynna nýja …
MoMA og Bodum hafa tekið höndum saman og kynna nýja útfærslu á þekktri pressukönnu og meira til. mbl.is/MoMA

Listasafnið MoMA er ekki einungis þekkt fyrir sýningar á stórkostlegum verkum, heldur einnig fyrir vel valda hönnunarhluti í verslun safnsins. Og nú bætist við í flóruna þar sem þeir hafa tekið höndum saman við húsbúnaðarframleiðandann Bodum og koma hér með nýjar vörur sem eiga sér engan líkan.

Það voru þrír framsæknir listamenn sem hittust í hádegismat árið 1928 og stofnuðu eitt þekktasta nútímalistasafn heims - MoMA, sem vandlega velur þær vörur sem rata inn í verslun þeirra. Bodum aftur á móti getur státað sig á klassísku pressukönnunni sinni Chambord, sem í gegnum árin hefur verið framleidd í milljónum eintaka og er til sölu á safninu. Nýja samstarfið einkennist af pressukönnunni, vínglösum og borði sem hefur fengið yfirhalningu í nýjum Bauhaus litum og stíl. En þess má geta að vínglösin eru yfir 40 ára gömul hönnun og hefur aldrei notið sín eins vel og nú.

mbl.is/MoMa
mbl.is/MoMa
mbl.is/MoMa
mbl.is/MoMa
mbl.is/MoMa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert