Algengustu mistökin er við þurrkum af

Það á ekki að vera kvöð að þurrka af - …
Það á ekki að vera kvöð að þurrka af - höfum frekar gaman að því. mbl.is/Humdakin

Það hljómar eflaust ekki sem flókið verkefni að þurrka rykið af heima hjá okkur - en það eru nokkrir punktar sem við megum hafa í huga, til að verkið skili betri árangri.

Allt of sjaldan
Að þurrka af ætti að vera inni í ákveðinni rútínu - og í það minnsta einu sinni í viku. Ef við höldum þrifunum í föstum skorðum, er minni hætta á að rykhnoðrar fari að festa búsetu á hinum ýmsu stöðum.

Frá toppi til táar
Það er mælst með að byrja á því að þurrka af hillum, ljósum og öðru, áður en við grípum ryksuguna í hönd. Þetta er ágætis regla að fara eftir að okkar mati.

Mjúka hliðin
Ekki gleyma mjúku hliðinni á heimilinu - þá sófanum, púðum, teppum og þess háttar. Allur textíll safnar ógrynni af ryki í sig daglega og hér er þörf á að ryksuga sófann reglulega, banka í púðana og dusta mottur utandyra.

Rykplöntur
Fallegu grænu blöðin á plöntunum okkar eru góð í að fanga allt það ryk sem svífur um í loftinu. Ekki gleyma að baða grænblöðungana okkar reglulega, eða í það minnsta að þurrka reglulega af blöðunum.

Ryksugupokinn
Við megum heldur ekki gleyma að skipta reglulega um ryksugupoka, og eigum helst að gera það áður en hann verður fullur -  því ryksugan nær ekki að vinna sína vinnu ef það er of mikið í pokanum. Og gott er að eiga alltaf nýjan poka heima fyrir, svona ef ryksugan byrjar að kvarta.

mbl.is