Gwyneth Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið

Gwyneth Paltrow var gagnrýnd fyrir mataræðið sitt nú á dögunum.
Gwyneth Paltrow var gagnrýnd fyrir mataræðið sitt nú á dögunum.

Hollywood leikkonan Gwyneth Paltrow var í hlaðvarps viðtali nú á dögunum þar sem hún talaði um matarræði sitt - og hefur viðtalið vakið hörð viðbrögð víða um heim.

Það eru fáir sem hafa eitthvað út á Gwyneth að setja, þar til núna en hún ræddi mataræðið sitt við Dr. Cole þar sem hún segist borða kvöldmat snemma og fasti reglulega. Og alls ekkert út á það að setja! En Gwyneth byrjar daginn á kaffibolla og í hádeginu sýpur hún á beinaseyði sem hún gjarnan tvinnar saman með klukkutíma rútínu sem inniheldur þurrburstun á líkamann og 30 mínútur í innrauðri sánu. Á kvöldin fylgir hún paleo mataræði þar sem hún borðar mikið af grænmeti og að lokum segir hún Dr. Cole að detox sé henni mikilvægt.

Áhugasamir í athugasemdum hafa sannarlega látið orðin falla og agnúast út í Palthrow fyrir að mæla með beinasoði. Aðrir vilja meina að mataræði hennar sé það snautlegt að hún sé bókstaflega að fasta allan daginn. Óafvitandi náði því Palthrow að kveikja hressilega í fólki sem virðist sérlega móðgað yfir þessu.

Okkur hér á matarvefnum finnst þetta frekar fyndið þar sem Palthrow er holgervingur þess að hugsa vel um líkama og sál og líði henni vel af því að drekka beinaseyði í hádeginu þá ætti hún svo sannarlega að gera það áfram.

 

@dearmedia #gwynethpaltrow shares her daily wellness routine on The Art Of Being Well, listen now 🎧 #wellnessroutine #healthandwellness #healthylifestyle #routines #goop #podcastclips ♬ Aesthetic - Tollan Kim


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert