Bestu ráð kokksins við val á nýrri pönnu

mbl.is/Thomas Alcayaga

Við viljum pönnu þar sem maturinn festist ekki við pönnuna því hitinn er ekki nægur eða það er of lítið af olíu. Hægt er að sækja ráðleggingar hjá helstu sælkeraverslunum bæjarins, en hér eru nokkrir punktar sem danski kokkurinn Thomas Alcayaga hefur að segja um val á nýrri pönnu.

Ein sem endist vel

  • Keyptu pönnu sem endist lengi, eða pönnu sem þolir að vera notuð við matargerð oftar en talið er á fingrum annarar handar - eina sem þú getur notað eldhúsáhöldin á, án þess að skemma pönnuna. Pönnur með teflon húð þykja til dæmis ekki endingagóðar.
  • Áður fyrr var talað um ‘non-stick’ pönnur væru góðar til að steikja á lágum hita, matvöru eins og fisk - á meðan stálpönnur þola meiri hita og eru upplagðar til að steikja t.d. sveppi. Í dag eru þó flest allar pönnur á markaði sem þola mikinn hita.
  • Stálpönnur eru fullkomnar til að steikja kjöt og kjúkling. Og þegar kjúklingurinn fer á pönnuna er ráð að setja hann á kalda pönnuna og byrja að hita hana rólega upp. Þannig ´bráðnar´ hluti af kjúklingafitunni út á pönnuna og skinnið verður stökkara.
  • Gott ráð er við steikjum kjöt er að nota svokallaðar tangir til að snúa kjötbitunum við, þannig forðumst við að nota spaða eða önnur áhöld sem geta rispað pönnurnar okkar.
  • Kostirnir við steypujárnspönnur eru, að pönnurnar hitna vel og halda hitanum allan hringinn. Henta einstaklega vel fyrir kjöt af öllu tagi.
  • Það má setja allar pönnur inn í ofn, svo framalega sem þær eru ekki með handföng úr tré eða plasti. Eins má nota allar pönnur á bæði gaseldavélum sem og induction - eina sem ber að hafa í huga er að ef þú notar pönnu fyrst á gasi, þá eru líkur á að botninn láti á sjá og virki því ekki alveg sem skildi á venjulegu helluborði.
mbl.is/Thomas Alcayaga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert