Svona skapar þú betra andrúmsloft heima fyrir

Hreinsum andrúmsloftið og þrífum heimilið.
Hreinsum andrúmsloftið og þrífum heimilið. mbl.is/iStockphoto

Það liggur eitthvað í loftinu! Þá erum við ekki að vitna í bullandi rómantík, heldur óhreinindi sem svífa um í andrúmsloftinu heima fyrir. Og hvað ætlum við að gera í því? Jú, við tileinkum okkur þessi húsráð hér og öndum léttar.

Gegnumtrekkur
Ein mikilvægasta regla allra tíma er að lofta út. Þá erum við ekki að tala um að opna gluggann, því það er afar mikilvægt að skapa gegnumtrekk til að fá loftið á hreyfingu – í það minnsta í 5-10 mínútur yfir daginn. Gott er að opna líka gluggann þegar við eldum matinn, ásamt því að hafa viftuna í gangi.

Grænblöðungar
Plöntur eru ekki bara fallegar, heldur þjóna þær stóru hlutverki með því að hreinsa loftið heima fyrir.

Rétt hitastig
Meðalhiti innandyra á heimilum á að vera 20-22 gráður. Ef hitinn er lægri en það getur mygla byrjað að myndast í köldum rýmum – því er afar mikilvægt að reyna að halda jöfnum hita til að sporna við slíkum leiðindum.

Kertaljós
Sót frá kertaljósum getur haft slæm áhrif á andrúmsloftið ef við loftum ekki út. Sumir telja að rafmagnskerti séu framtíðin, þau fari betur með heilsuna og umhverfið.

Almenn þrif
Almenn heimilisþrif mega ekki gleymast – er við dustum allt ryk og óhreinindi bak og burt.

Þvotturinn
Þegar veður leyfir er ekkert sem stendur í vegi fyrir að kasta þvottinum út á snúru til þerris. Þvotturinn verður frískari og loftið á heimilinu léttara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert