Svona áttu að þrífa naglaklippurnar

Ljósmynd/Colourbox

Hefur þú einhvern tímann þrifið naglaklippurnar? Ef ekki, þá er það löngu orðið tímabært.

Naglaklippurnar á heimilinu eru eitt af því sem liggur í mörg ár inn í baðherbergisskáp og eru notaðar af öllum í fjölskyldunni. Það er örugglega undantekning frekar en algengt, hversu oft þær eru þrifnar - þar sem klippurnar þykja ekki það skítugar á að líta, sem er þó alrangt. Samkvæmt Centers For Disease Control And Prevention, þá ættum við að hreinsa klippurnar fyrir hverja notkun, sérstaklega ef við deilum þeim með öðrum. Hér fyrir neðan er þó aðferð sem má tileinka sér annað slagið til að halda bakteríum í skefjum.

Svona þrífur þú naglaklippurnar

  • Ein leiðin er að sjóða klippurnar í 20 mínútur.
  • Önnur aðferð er að láta þær liggja í vetnisperoxíði í 15 mínútur.
  • Eins má þvo þær upp úr heitu sápuvatni og þurrka svo af þeim með sótthreinsispritti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert