Ómótstæðilegar nýjungar frá FERM Living

Ljósmynd/Ferm Living

Við getum ekki annað en látið freistast er við rennum yfir nýjungarnar frá FERM Living. Hér er verið að setja matgæðinginn í fyrsta sæti með smekklegum vörum sem aldrei fyrr.

Ný karafla, glös og skálar frá FERM Living.
Ný karafla, glös og skálar frá FERM Living. mbl.is/Ferm Living

FERM slær sjaldan feilnótu er kemur að húsbúnaði og gera það heldur ekki að þessu sinni. Nýjar vörur streyma frá fyrirtækinu sem gleðja matgæðingaaugað og við sannfærum sjálfa okkur um að þetta „verðum við” að eignast.

Ný kampavínsglös, kanna og dessert skálar eru nýtt af nálinni og kallast vörulínan Oli. Oli er framleitt úr 50% endurunnu gleri, þar sem litlar loftbólur myndast í glerinu og gerir hvern og einn hlut einstakan. Eins sjáum við splúnkunýtt borðstofuborð og einstaklega löguleg smjörbretti og hnífa úr FSC-vottuðum og dökkbæsuðum aski - sem veita hlýju á matarborðið, fyrir utan að þjóna hlutverki. Það er hér sem að fagurfræðin og virknin haldast í hendur.

Takið eftir smjörboxinu - það er geggjað.
Takið eftir smjörboxinu - það er geggjað. mbl.is/Ferm Living
Nýtt borðstofuborð!
Nýtt borðstofuborð! mbl.is/Ferm Living
Löguleg smjörbretti úr dökkbæsuðum aski.
Löguleg smjörbretti úr dökkbæsuðum aski. mbl.is/Ferm Living
mbl.is