Endurgerði eina frægustu köku landsins

Ljósmyndir/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Ef einhver kaka er í uppáhaldi hjá þjóðinni þá er það gamla góða perukakan þar sem svampur og niðursoðnar perur dansa munaðarfullan dans við bragðlaukana.

Guðrún Ýr á Döðlur og smjör ákvað að endurgera kökuna á dögunum með undraverðum árangri.

„Mig langaði að gera köku sem er svipuð og perutertan en bara með aðeins öðrum blæ og úr varð þessi dásamlega kaka. Gaman að prófa aðeins nýtt tvist á klassísku perutertunni. Ég finn að kynslóð foreldra okkar Gulla elskar rjóma og þessar klassísku rjómatertur með niðursoðnum ávöxtum og langaði mig að baka meir í þeim dúr, minni sykur en svo góðar tertur!

Fersk peruterta að hætti Guðrúnar

Botnar

  • 4 egg (200 g)
  • 140 g sykur
  • 60 g hveiti
  • 40 g kartöflumjöl
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. matarsódi

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 200°c. Þeytið saman egg og sykur.
  2. Bætið við hveiti og kartöflumjöli, salti og matarsóda.
  3. Úðið tvö form í stærðinni 20-24 cm og deilið deiginu í formin. Bakið í 10 mín og leyfið að kólna.

Krem

  • 150 g karamellukúlur frá Nóa Síríus
  • 100 ml rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 3 msk. flórsykur
  • 400 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið karamellukúlurnar og 100 ml af rjóma saman í pott á miðlungshita. Hitið þangað til að kúlurnar hafa bráðnað. Gott er að setja í skál svo blandan kólni hraðar.
  2. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur í 2-3 mín. Bætið súkkulaðikaramellunni saman við, helst í mjórri bunu meðan hrært er.
  3. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðikaramellublönduna.

Samsetning

  • 1 dós ferskjur
  • Svampbotnar
  • Krem

Aðferð:

  1. Skerið ferskjurnar í bita.
  2. Takið þá svampbotnana úr formunum og leggið fyrri botninn á disk.
  3. Notið vökvann af ferskjunum og bleytið vel upp í botninum, best er að nota matskeið í verkið.
  4. Dreifið þá ferskjunum yfir botninn og krem þar yfir. Mér finnst persónulega mjög gott að nota svona hring til að einfalda mér að setja kremið á.
  5. Bleytið upp í seinni botninum áður en hann er settur ofan á kremið og gott lag af kremi sett ofan á. Ef þið notið hringinn er gott að skilja eftir smá krem til að geta sett á hliðarnar.
  6. Þá er kakan kæld í u.þ.b. 10 mín, tekin út, hringurinn tekinn af og krem sett á hliðarnar.
  7. Skreytið með súkkulaðieggjum ef þið viljið hafa páskabrag á tertunni, eða skreytið bara eftir eigin hentisemi eða leyfið henni bara að njóta sín eins og hún er.
Ljósmyndir/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert