Borgaði þrjá milljarða fyrir stærra eldhús

Jæja gott fólk. Fyrir þá sem hafa áhuga á fasteignum í Los Angeles þá berast þau tíðindi að Rihanna hafi ákveðið að stækka eldhúsið sitt þar sem fjölskylda hennar er að stækka þessi dægrin. Til þess að stækka eldhúsið þurfti hún flytja upp um nokkrar hæðir í Century City skýjakljúfnum í miðborg Los Angeles.

Nýja íbúðin þekur heila hæð og er rúmir 800 fermetrar að flatarmáli. Hún er á 40. hæð en alls eru 46 hæðir í skýjaklúfnum. Íbúðin er með einka-lyftu og ætti þar engum að leiðast.

Hér meðfylgjandi eru myndir af íbúðinni en við erum nokkuð viss um að Rihanna mun taka íbúðina í gegn.

Þess má jafnframt geta að verðmiðinn var rétt um þrír milljarðar.

View this post on Instagram

A post shared by Dirt (@dirtdotcom)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka