Eldhústrixið sem áhrifavaldarnir nota

Ljósmyndir: Nordic Design/@Kristofer Johnsson

Við erum hérna með geggjað eldhús sem bloggarinn og stíllistinn Ulrika Randel á en hún heldur úti hönnunarblogginu Seventeendoors.

Eldhúsið er yfirgengilega smart og skandinavískt en við tökum eftir þeirri tísku allvíða og datt í hug að benda ykkur á það. Sama stíl má meðal annars sjá á forsíðu síðasta tölublaðs BoBedre en þar eru fleiri en ein gerð af stólum við borðstofuborðið.

Trixið er sum sé að blanda saman fallegum stólum og við erum ekki frá því að þetta komi gríðarlega vel út. Þannig er hægt að vera með tvo dýrari stóla - helst einhverja forláta hönnunargripi - og blanda þeim saman við ódýrari stóla. Nú eða bara hönnunarstóla eða ódýra stóla. Trixið er að stólarnir passi vel saman. Hér má jafnvel fara í Góða hirðinn og finna gamla stóla, pússa þá upp, jafnvel bólstra sessurnar upp á nýtt (ef þess þarf) og þá er komið fullkomið jafnvægi í borðstofuna.

Ljósmyndir: Nordic Design/@Kristofer Johnsson

Ljósmyndir: Nordic Design/@Kristofer Johnsson
Ljósmyndir: Nordic Design/@Kristofer Johnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka