Svona heldur þú hvítum þvotti skjannahvítum

mbl.is/Colourbox

Það er alls ekki sjálfgefið að hvítur þvottur verði skjannahvítur eftir hvern þvott - og sérstaklega ekki ef um einhverskonar bletti eru að ræða. Hér er stórsnjallt húsráð, hvernig best sé að halda þvottinum ferskum og hvítum sem lengst.

Sumir leggja hvítu fötin sín í bleyti áður en þeim er skutlað inn í þvottavélina og taka þar snúning. Og til þess að halda þeim hvítum sem lengst, þá er þetta ráð sem vert er að fara eftir.

  • Takið lítið handklæði og hellið uppþvottalögi yfir það.
  • Stingið handklæðinu með hvíta þvottinum og þvoið flíkurnar samkvæmt leiðbeiningum.
  • Uppþvottalögurinn mun hjálpa til við að halda þvottinum tandurhreinum og extra hvítum þar sem yfirborðsblettir og óhreinindi munu skolast auðveldlega úr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert