Dönsk nautasteik með fyllt­um svepp­um og pip­arsósu

Danskar nautasteikur eru ómótstæðilegar. Þess má geta að danskir dagar …
Danskar nautasteikur eru ómótstæðilegar. Þess má geta að danskir dagar standa yfir dagana 4.–14. maí.

Íslendingar eiga erfitt með að standast góðar nautasteikur og ekki er verra ef þær koma frá frændum okkar í Danmörku. Fyrirtækið Dan­ish Crown er stærsti kjöt­fram­leiðandi Evr­ópu og þykja vör­ur þess ein­stak­ar að gæðum. Í tilefni af dönskum dögum í Hagkaupum flutti fyrirtækið inn úrval af nautasteikum frá fyrirtækinu. Ef þú ætlar að gera vel við þig um helgina þá gæti grillað nauta rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu verið eitthvað fyrir þig.  

Grillað nauta rib-eye með fyllt­um svepp­um og pip­arsósu

  • Nauta rib-eye steik­ur
  • Hagkaup hvítlaukssósa köld
  • Ferskur aspas
  • Sætar kartöflur
  • Sveppir
  • SPG-krydd

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið áður en það fer á grillið og gætið þess að það sé við stofu­hita.
  2. Grillið það á hvorri hlið í nokkr­ar mín­út­ur og lækkið síðan und­ir. Mik­il­vægt er að leyfa kjöt­inu að hvíla vel að grill­un lok­inni áður en það er skorið.
  3. Grillið græn­metið á meðal­hita þar til það er til­búið. Kartöflurnar þurfa lengri tíma en marg­ur myndi halda í fyrstu og það sak­ar ekki að pensla þær með góðri ólífu­olíu.
  4. Berið fram með kaldri hvítlaukssósu eða sósu að eigin vali og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert