Íslendingar eiga erfitt með að standast góðar nautasteikur og ekki er verra ef þær koma frá frændum okkar í Danmörku. Fyrirtækið Danish Crown er stærsti kjötframleiðandi Evrópu og þykja vörur þess einstakar að gæðum. Í tilefni af dönskum dögum í Hagkaupum flutti fyrirtækið inn úrval af nautasteikum frá fyrirtækinu. Ef þú ætlar að gera vel við þig um helgina þá gæti grillað nauta rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu verið eitthvað fyrir þig.
Grillað nauta rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu
- Nauta rib-eye steikur
- Hagkaup hvítlaukssósa köld
- Ferskur aspas
- Sætar kartöflur
- Sveppir
- SPG-krydd
Aðferð:
- Kryddið kjötið áður en það fer á grillið og gætið þess að það sé við stofuhita.
- Grillið það á hvorri hlið í nokkrar mínútur og lækkið síðan undir. Mikilvægt er að leyfa kjötinu að hvíla vel að grillun lokinni áður en það er skorið.
- Grillið grænmetið á meðalhita þar til það er tilbúið. Kartöflurnar þurfa lengri tíma en margur myndi halda í fyrstu og það sakar ekki að pensla þær með góðri ólífuolíu.
- Berið fram með kaldri hvítlaukssósu eða sósu að eigin vali og njótið.