Ómótstæðilegt sítrónu-tíramisú slær í gegn

Sítrónu-tíramisú hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum að undanförnu.
Sítrónu-tíramisú hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum að undanförnu. Samsett mynd

Sítrónu-tíramisú er hressandi útfærsla á hinum klassíska ítalska eftirrétt, tíramisú. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur til að gera kvöldinu fyrir matarboð eða hitting, en hann þarf að kæla í að minnsta kosti 8 klukkustundir eða yfir nótt áður en hann er borinn fram. 

Tíramisú-unnendur hafa tekið útfærslunni fagnandi og hefur eftirrétturinn slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum.

Sítrónu-tíramisú

Sítrónusmjör (e. lemon curd):

 • 4 stórar eggjarauður
 • 4 stór egg
 • 1/4 tsk salt
 • 250 g sykur
 • Sítrónubörkur af tveimur sítrónum
 • 163 g ferskur sítrónusafi
 • 114 g ósalt smjör

Sítrónusíróp:

 • 118 g vatn
 • 50 g sykur
 • 1 sítróna (bæði börkur og safi)
 • 1 stöngull af basilíku (valfrjálst)
 • 59 g Limoncello sítrónulíkjör (valfrjálst)

Fylling:

 • 357 g þeyttur rjómi
 • 339 g sítrónusmjör (e. lemon curd)
 • 454 g mascarpone (við stofuhita)

Millilag:

 • 2 pakkar Lady Fingers-kex

Aðferð:

Sítrónusmjör:

 1. Byrjaðu á að útbúa sítrónusmjör með því að blanda eggjarauðum, eggjum, salti, sykri, sítrónubörk og sítrónusafa í meðalstóran pott. Hrærið þar til öllu hefur verið blandað vel saman. 
 2. Hitið á meðalháum hita og passið að hræra stöðugt í blöndunni. Náið upp suðu og leyfið sítrónusmjörinu að þykkna í um það bil eina mínútu eftir að þið hafið náð upp suðu.
 3. Þegar sítrónusmjörið hefur þykknað er það sett í hitaþolna skál sem er ekki úrmálmi. Bætið smjöri við blönduna og látið standa í rúmlega mínútu til að bráðna og hrærið svo vel. Setið lok á og kælið þar til sítrónusmjörið er orðið kalt og þykkt.

Sítrónusíróp:

 1. Blandið saman vatni, sykri, sítrónusafa, sítrónuberki og basilíku (valfrjálst) í pott.
 2. Látið malla við meðalháan hita og látið svo kólna. Þegar sírópið hefur kólnað er sítrónubörkurinn síaður úr og settur í skál til hliðar. 
 3. Ef þú notar sítrónulíkjör skal bæta því við hér (valfrjálst).

Fylling:

 1. Áður en þú byrjar að útbúa fyllinguna skaltu kæla blöndunarskál og þeytara í frysti í fimm mínútur. Því næst er rjóma hellt í kalda skálina og hann þeyttur.
 2. Blandið helmingnum af kælda sítrónusmjörinu og öllum mascarpone-ostinum saman og hrærið vel.
 3. Bætið rjóma varlega út í blönduna með sleif eða þeytara.

Millilag:

Hafðu hæfilega stórt form tilbúið. Byrjaðu á að dýfa Lady Finger í sítrónusírópið, einum í einu. Raðaðu þeim svo þétt í botninn á forminu.
 1. Bætið helmingnum af fyllingunni ofan á og dreifið vel úr. 
 2. Endurtakið – dýfið Lady Finger í sírópið og raðið í þétt lag ofan á fyllinguna. 
 3. Bætið svo restinni af fyllingunni ofan á seinna lagið af Lady Fingers og dreifið vel úr henni. Passið að fyllingin fari vel út í alla kanta á forminu.
 4. Setið lok yfir formið og kælið í 8 klukkustundir eða yfir nóttu.
 5. Áður en sítrónu-tíramisú er borið fram er restin af sítrónusmjörinu sett ofan á og dreift vel úr því. Til að skreyta er hægt að nota sítrónusneiðar (valfrjálst).
mbl.is