Brjóstasnúðarnir mættir aftur

Brjóstasnúðarnir eru með hindberjabragði.
Brjóstasnúðarnir eru með hindberjabragði. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Girnilegir bleikir brjóstasnúðar eru komnir í sölu í Brauð & Co. Allur ágóði af sölu hindberjasnúðana rennur óskiptur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

„Þetta er sjötta árið í röð sem við tökum þátt í þessu fallega verkefni með Göngum Saman og við erum gríðarlega stolt af því. Öll þekkjum við eða þekkjum til fólks sem hefur greinst með brjóstakrabbamein. Þetta er virkilega gott starf sem Göngum Saman er að vinna. Fyrir okkur að geta hjálpað þeim á hverju ári með því að selja snúða, gefur okkur gleði í hjartað,“ segir í fréttatilkynningu frá bakaríinu. 

Snúðarnir eru komnir í bakaríin og verða til sölu út helgina en síðasti dagurinn til kaupa brjóstasnúð er sunnudagurinn 14. maí en það er mæðradagurinn. 

Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
mbl.is