Þess vegna ættir þú að borða papaja daglega

Papaya er vanmetinn ávöxtur og bragðast ómótstæðilega vel.
Papaya er vanmetinn ávöxtur og bragðast ómótstæðilega vel. Unsplash/Little plant

Mikið framboð er að finna af framandi ávöxtum í helstu verslunum landsmanna og sumir eru hollari en aðrir. Papaja er til að mynda ótrúlega fjölhæfur ávöxtur og vanmetinn hér á landi. Papaja er ávöxtur frá Brasilíu og er fallegur í útliti. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að þú ættir að borða papaja daglega. 

Í fyrsta lagi er papaja ótrúlega ljúffengur ávöxtur, bragðast ómótstæðilega vel. Kjötið er safaríkt og stinnt. Bragðið er sambland af melónu og peru. 

Í öðru lagi er papaja vítamínríkur ávöxtur en papaja inniheldur A-, B- og C -vítamín og líka kalk.

Í þriðja lagi eru efni í papaja sem heita chymopapin og papain en þetta eru tvö góð prótein ensím. Þessi efni ásamt vítamínum eru góð vörn gegn liðagigt og draga úr bólgum.

Í fjórða lagi eru efni í papaja-safanum sem hjálpa líkamanum að vinna upp bakteríur í þörmunum sem sýklalyf geta eyðilagt. Því er vert að fá sér glas af papajasafa eftir að hafa tekið inn skammt af sýklalyfjum.

Þetta eru helstu ástæður þess að þú ættir að borða papaja daglega og upplagt er að nota papaja í salöt, sem skraut með eftirréttum og kökum og loks er papaja dásamlegur bragðbætir með köldu kjöti. Hver veit nema þetta verði heitasti ávöxturinn í sumarsalötin í ár.

Hægt er að toppa sumarsalatið með papaya og gleðja bragðlaukana.
Hægt er að toppa sumarsalatið með papaya og gleðja bragðlaukana. Unsplash/Rebecca Hansen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert