Súper gott og næringarríkt baunasnakk

Baunasnakkið hennar Helgu Möggu súper hollt og gott.
Baunasnakkið hennar Helgu Möggu súper hollt og gott. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Helga Magga er þekkt fyrir sínar næringarríku og góðu rétti enda hefur hún ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að ná heilsufarslegum markmiðum sínum að bættu heilsufari og vellíðan. Hún hugsar því vel fyrir næringargildi allra þeirra rétta sem hún framreiðir og deilir uppskriftum af. Oft finnum við fyrir löngun í eitthvað gott í millimál og ekki síðast kvöldnasl og hér er snakk sem kemur úr smiðju Helgu Möggu sem vert er að prófa. Hægt er að fylgjast með Helgu Möggu á heimasíðu hennar Helga Magga og á Instagram reikning hennar @helgamagga

„Þetta snakk er eiginlega of gott til að vera satt, súper næringarríkt og ekki skemmir hvað það er trefjaríkt,“ segir Helga Magga. Við þekkjum öll að oft er gott að hafa eitthvað svona snakk við höndina yfir sjónvarpinu eða hvenær sem er. Það er líka mjög gott að setja þetta út á salat til að fá smá kröns og gott bragð í salatið.

„Ég hvet alla til að nota sitt uppáhalds krydd á baunirnar, möguleikarnir eru margir og úrvalið af kryddum í Hagkaup er til að mynda nánast endalaust,“segir Helga Magga. Það er nánast enginn undirbúningstími við gerð þessa bauna og tekur einungis 40 mínútur að baka baunirnar í ofni.

Baunasnakk að hætti Helgu Möggu

 • 250 g frosnar grænar baunir frá Dujardin
 • 1 tsk. olía
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. pipar .
 • 1 tsk .laukduft
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • chilli eftir smekk

Aðferð:

 1. Látið baunirnar þiðna.
 2. Blandið svo öllum innihaldsefnunum saman í skál.
 3. Setjið baunirnar sá bökunarpappír og bakið við 180°Chita í 40 mínútur.
 4. Þetta snakk er trefjaríkt svo það er mikilvægt að muna eftir að drekka vatn samhliða.

Hér má sjá TikTok færsluna hennar Helgu Möggu þegar hún gerir baunasnakkið:

@helgamagga.is Próteinríkt snakk og algjör trefja bomba. Þú færð allt í þessa uppskrift í Hagkaup. www.helgamagga.is #macros #proteinsnack #nutrition ♬ Sensual Seduction - Instrumental - The Hit Crew
mbl.is