Áhugaverðar staðreyndir um franskar crêpes

Sætar crêpes með bönunum og súkkulaði eru freistandi og svo …
Sætar crêpes með bönunum og súkkulaði eru freistandi og svo ljúffengar að njóta. Unsplash/Delaney Van

Orðið Crepes er dregið af latneska orðinu Crispus eða af gríska orðinu Crispos sem þýðir vafningur eða upprúllað. Uppruna crêpes má rekja aftur til 13. aldar í Bretagne í Frakklandi. Húsmóðir nokkur dreypti fyrir slysni grautarslettu á heitt og flatt yfirborð á meðan hún var að elda og úr varð pönnukaka á örskammri stundu. Crêpes eru franskar, örþunnar og stórar pönnukökur, sem eru einn af mörgum einkennisréttum franskrar matargerðarlistar og má finna á fjölmörgum veitingastöðum og kaffihúsum víðs vegar um Frakkland, hvort sem þær eru borðaðar sem snarl, heil máltíð eða eftirréttur.

Helstu tegundir af crêpes í Frakklandi

Sætar crêpes (crêpes sucrées) geta innihaldið nokkur sæt hráefni eins og ávexti, flórsykur, nutella, banana og súkkulaði, þeyttan rjóma, ís, brætt dökkt súkkulaði, saltkaramellu, hlynsíróp og fleira.

Bragðmiklar crêpes (crêpes salées) eru venjulega kallaðar savoury galettes. Þær eru stundum fylltar með prosciutto og osti, fetaosti, osti eftir smekk, reyktum laxi, skinku, eggjum, spínati, grænkáli og öðru grænmeti en möguleikarnir eru endalausir og þá er hægt að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Crêpes má líka flambera (crêpes Suzette) og er franskur eftirréttur sem samanstendur af crêpes með  sósu úr karamelluðum sykri og smjöri, mandarínu- eða appelsínusafa, appelsínuberki og appelsínulíkjör.

Það er hreinlega skylda að gæða sér á crêpes þegar …
Það er hreinlega skylda að gæða sér á crêpes þegar farið er til Parísar. Þær eru svo ómótstæðilega ljúffengar og líka fallegar fyrir auga og munn. Unsplash/Slashio Photography

Hvaða borg er fræg fyrir crêpes?

Sem höfuðborg Frakklands er París heimili bestu crêpes-staða í heimi. Pönnukökurnar eru jafnframt seldar um alla borgina í sölubásum sem klassískur götubiti, á milli þess sem ferðalangar eru að þræða stórborgina, skoða söfn, fara í lautarferðir í fallegu hallargarðana, sigla eftir Signu og síðast en ekki síst að snæða ljúffengan mat og drekka dásamleg frönsk vín. Það ætti enginn að láta franskar crêpes fram hjá sér fara sem heimsækir Frakkland á meðan ferðalangar þræða borgina endilanga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert