Bounty grauturinn hittir í mark

Hér er á ferðinni dásamlegu Bounty grautur sem kemur úr …
Hér er á ferðinni dásamlegu Bounty grautur sem kemur úr smiðju Helgu Möggu. Ljósmynd/Samsett

Hér er á ferðinni morgungrautur sem minnir á hið dásamlega kókos súkkulaðið Bounty. Þessi dásamlega uppskrift kemur úr smiðju Helgu Möggu og er lygilega einföld. Uppskriftin er fyrir einn en það er einnig mjög gott að skipta uppskriftinni upp í tvær minni skálar og nota sem eftirrétt. Það er engin spurning að þessi grautur á eftir að hitta í mark.

Bounty grauturinn hennar Helgu Möggu

  • 170 g kókos ísey skyr 
  • 2 stk. hrískökur 
  • 1 tsk. kókosmjöl
  • 15 g vanilluprótein (má sleppa)
  • 4 bitar suðusúkkulaði

Aðferð:

1. Byrjið á því að brjóta hrískökurnar smátt niður í skál.

2. Blandið saman við þær kókos skyrið, kókosmjölið og próteinduftið.

3. Það er ekkert mál að sleppa próteinduftinu, það kemur ekki niður á bragðinu og þið þurfið ekki að bæta neinu við í staðinn.

4. Bræðið súkkulaðið varlega og hellið því yfir skálina.

5. Kælið örlítið í ísskáp svo súkkulaðið harðni.

6. Ef þið eruð að gera eftirrétt og skipta uppskriftinni upp í tvær skálar gæti verið gott að bæta aðeins við súkkulaðið svo það nái að þekja tvær skál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert