Hollir og góðir hafraklattar í nestisboxið

Hollir og góðir hafraklattar eru ávallt góðir í nestisboxið.
Hollir og góðir hafraklattar eru ávallt góðir í nestisboxið. Unsplash/Amirali Mirhashemian

Margir taka með sér millimálsbita eða nesti í vinnuna og skólann og stundum vantar manni nýjar hugmyndir að bita sem er bæði hollur og góður. Hér er á ferðinni uppskrift að ótrúlega góðum hafraklöttum sem eru afar hollir og hægt er að leika sér að uppskriftinni og bæta við uppskriftina það sem þér þykir best. Til dæmis er hægt að skipta næstum öllum sykri út fyrir döðlur og smjöri fyrir kókosolíu. Það er líka hægt að nota múslí í hluta af valinu og svo framvegis.

Hafraklattar í nestisboxið

 • 1 bolli mjúkt smjör
 • 1 bolli púðursykur
 • ½  bolli hrásykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 2 egg
 • 1 ¼ bolli hveiti eða spelt
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 1 tsk. kanill
 • 3 bollar haframjöl
 • 1 bolli af einhverju að eign vali. Hér er t.d. hægt að nota kókosmjöl, rúsínur, dökkt saxað súkkulaði, múslí, saxaðar döðlur, tamara möndlur saxaðar eða hvaðeina sem þér dettur í hug.

AÐFERÐ:

1. Byrjið á  því að hita ofninn í 200°C.

2. Hrærið fyrst sykur og smjör vel saman.

3. Bætið við eggjum ásamt hveiti, matarsóda, salti og kanil og hrærið vel saman við.

4. Bætið loks við haframjöli ásamt vali af góðgæti að eigin vali og blandið því vel saman við. Til dæmis hægt að bæta við hálfum bolla af kókosmjöli og hálfum bolla af dökku söxuðu súkkulaði.

5. Þegar búið er að blanda hráefnið vel saman mótið þá klattana.

6. Takið lófafylli af deigi og mótið klattana. Deigið breytir ekki lögun við bakstur en stækkar aðeins.

7. Setjið klattana á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

8. Bakið við 200°C hita á blæstri í 7 til 11 mínútur (fer eftir stærð klattana).

9. Takið klattana út þegar þeir eru tilbúnir og látið þá kólna því þeir eru linir á meðan þeir eru heitir en stífna þegar þeir kólna.

mbl.is