Verður þetta heitasti litur ársins í eldhúsinu?

Vörumerkið er þekkt fyrir emaleraða steypujárnið sitt og litirnir sem …
Vörumerkið er þekkt fyrir emaleraða steypujárnið sitt og litirnir sem Le Creuset. Ljósmynd/Le Creuset

Ávallt þegar Le Creuset vörumerkið kynnir nýjan lit, þykja það stórfréttir. En á dögunum var kynntur til leiks nýjasti liturinn fyrir vorið og sumarið. Vörumerkið er þekkt fyrir emaleraða steypujárnið sitt og litirnir sem Le Creuset velja verða sífellt glæsilegri. Þessi nýi bleiki litur þeirra gæti mögulega slegið í gegn og orðið heitasti litur ársins.

Þessi blíðlegi, töfrandi og fallegi bleiki litur er klárlega tákn …
Þessi blíðlegi, töfrandi og fallegi bleiki litur er klárlega tákn um yndisleika og hamingju. Ljósmynd/Le Creuset

Blíðlegur og töfrandi

Nýjasti liturinn, shallot, frá Le Creuset er innblásinn af frekar óvæntu hráefni eða skalotlauk. Laukur er eitt af grundvallaratriðum í franskri matargerð. Þessi blíðlegi, töfrandi og fallegi bleiki litur er klárlega tákn um yndisleika og hamingju. Le Creuset hefur kynnt fjölda bleikra lita í gegnum tíðina en shallot liturinn sker sig úr.

View this post on Instagram

A post shared by Le Creuset (@lecreuset)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert