Græna morgunbomban

Grænan bomban er næringarrík og góð og getur bjargað deginum.
Grænan bomban er næringarrík og góð og getur bjargað deginum. Unsplash/Victoria Alexandrova

Í upphafi nýrra viku gefur grænan bomban orkuna út daginn. Hér er á ferðinni ótrúlega góður og næringarríkur þeytingur sem tekur örstutta stund að blanda. Aðalatriðið er að eiga öll hráefnin í þeytinginn og eitt gott ráð er að eiga ávallt til fjölbreytt úrval af frosnum ávöxtum. Hægt er að skipta ávöxtum út eftir hvað til er að hverju sinni.


Græna morgunbomban

  • 5 dl frosið mangó í bitum eða annar ávöxtur sem til er í frystinum
  • 1 stk. avókadó
  • 2 grænkálsblöð, stærri gerðin
  • 2 sellerí stilkar
  • 1-2 tsk. engiferrót
  • 2-3 stórar döðlur steinlausar
  • 6-7 dl vatn

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.

2. Hellið í falleg glös og njótið hvers sopa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert