Heimsins besti frappuccino að mati Sylvíu

Heimsins besti frappucino að mati Sylvíu sem lítur ómótstæðilega girnilega …
Heimsins besti frappucino að mati Sylvíu sem lítur ómótstæðilega girnilega út. Þessi karamella boðar gott. Samsett mynd

Sylvía Haukdal er á því að þetta sé heimsins besti frappucino og ljóstrar upp, uppskriftinni á Instagram reikning sínum í morgun. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með Sylvíu útbúa þennan dásamlega drykk og þvílíkar freistingar, svo girnilegur. Eins og Sylvía segir þá er kannski ekki sól og blíða úti en við erum með sól í hjarta og því fullkomið að fá sér frappuccino og láta sig dreyma.

Heimsins besti frappuccino

  • Einfaldur esspreso
  • 40 ml G-mjólk
  • 2 msk. mocha creamer
  • 1 tsk. Joe & Seph's saltkaramella
  • 3 msk. vanilluís
  • Klakar
  • Rjómi ofan á og meiri karamella
  • Auka klakar til að setja í drykkinn þegar búið er að blanda hann.

Aðferð:

1. Allt hráefnið nema þeytti rjóminn er sett í blandara og blandað saman í um 30-60 sekúndur á miðlungshraða.

2. Takið há glas og sprautið smá karamellusósu í hliðarnar, þannig að það komi skemmtilegt mynstur.

3. Hellið blöndunni út í glasið.

4. Bætið við nokkrum klökum.

5. Toppið með þeyttum rjóma og karamellu.

6. Berið fram með röri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert