Bakaðar franskar sætkartöflur sem slá í gegn

Sætkartöflu franskar eru dásamlegar sem meðlæti með öllum mati og …
Sætkartöflu franskar eru dásamlegar sem meðlæti með öllum mati og lika ljúffengar einar og sér. Unsplash/Louis Hansel.

Hér er á ferðinni einföld og ljómandi góð uppskrift að bökuðum frönskum sætkartöflum sem passa með öllum mat og eru líka dásamlegar einar og sér. Síðan er lag að útbúa einhverja góða dressingu með þeim og gera þær enn betri. Sumir segja að það sé mjög gott að setja kartöflurnar ofan í kalt vatn þegar búið er að skera þær í strimla í 20 til 30 mínútur til að tryggja að þær verði stökkar að utan og mjúkar að innan eftir baksturinn.

Bakaðar franskar sætkartöflur

  • 2 stk. sætar kartöflur
  • Ólífuolía eftir smekk
  • Gróft salt eftir smekk
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Byrjið á því að hita ofninn í 200°og setjið á blástur.

2. Afhýðið og skerið sætu kartöflurnar í langa strimla, í þeirri breidd sem þið viljið og setjið í ofnskúffu klædda bökunarpappír.

3. Hellið ólífuolíu yfir og sáldrið yfir salti eftir smekk.

4. Bakið við 200°C hita í um það bil 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar og fallega bakaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert