Bakaranemar þreyttu sveinspróf í bakaraiðn

Þessi þrjú voru meðal þeirra sem þreyttu sveinsprófið í bakaraiðn …
Þessi þrjú voru meðal þeirra sem þreyttu sveinsprófið í bakaraiðn í vikunni: Denis Anastasia Sudjono, Ástrós Elísa Eyþórsdóttir og Ari Stanislaw Daníelsson. Þau voru ánægð með afraksturinn og fegin að klára prófið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í vikunni fór fram sveinspróf í bakaraiðn í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og það má með sanni segja að þreyta sveinspróf á þessu sviði er ekkert grín. Kröfurnar eru miklar og það þarf að huga að hverju smáatriði. Afraksturinn í náminu má sjá í bakaríum landsins og gaman er að sjá ungt fólk blómstra í því sem það hefur ástríðu fyrir. Alls tóku sjö hæfileikaríkir nemar sveinsprófið í vikunni sem fór vel fram í alla staði.

Þau Ari Stanislaw Daníelsson, Ástrós Elísa Eyþórsdóttir og Denis Anastasia Sudjono voru meðal þeirra sem þreytu prófið og voru fegin þegar því lauk. Hér má sjá afrakstur þeirra en öll hafa þau mikla ástríðu fyrir bakaraiðninni og eiga sér þann draum að blómstra á því sviði.

Skylduverkefnin eru mörg

Sveinsprófið skiptist í munnlegt fagpróf og verklegt próf. Verklega prófið eru tíu tímar deilt yfir tvo daga hvorki meira né minna. Nemarnir verða að skila öllum vörum, sælkerakræsingunum, á seinni prófdegi og vera búnir að stilla vörunum upp á sýningarborði á fagurlegan hátt. Það eru nokkur skylduverkefni sem nemarnir verða að standa í skilum.

Skylduverkefni þeirra eru eftirfarandi:

  1. Baka skal matbrauð úr tveimur tegundum af deigi þar af eitt gróft.
  2. Baka skal smábrauð, 30 fín og 30 gróf úr tveimur deigtegundum.
  3. Próftaki lagar vínarbrauðsdeig og bakar þrjár tegundir.
  4. Próftaki lagar blautdeig og bakar minnst þrjár tegundir.

 Próftaki þarf að gæta að samhengi á milli stærða í framleiðslunni.

Viku fyrir prófdag dregur próftaki um fjögur verkefni og leysir seinni prófdaginn. Verkefnin eru til að mynda baguette, croissant, kransakaka, marsípanterta, smákökur, berlínarbollur, kleinur og kleinuhringir. Síðan skiptir líka miklu máli hvernig hreinlætið er, frágangur og mappan en þessir þrír þættir vega 10% af lokaeinkunn. Próftaki leggur fram möppu með uppskriftum og lýsingu á þeim verkefnum sem hann tekur fyrir í prófinu. Gefin er einkunn fyrir snyrtimennsku og umgengni á vinnustað.

Ástrós Elísa Eyþórsdóttir stendur hér við sýningarborðið sitt sem er …
Ástrós Elísa Eyþórsdóttir stendur hér við sýningarborðið sitt sem er metnaðarfullt og girnilegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Denis Anastasia Sudjono er við sitt sýningarborð sem er hið …
Denis Anastasia Sudjono er við sitt sýningarborð sem er hið glæsilegasta og framsetningin er framúrskarandi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bakkelsið hans Ara Stanislaw Daníelssonar á sýningarborðinu er hið girnilegasta …
Bakkelsið hans Ara Stanislaw Daníelssonar á sýningarborðinu er hið girnilegasta og laðar að augu og munn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dýrindis bakkelsi

Hér má sjá hluta af afrakstri bakaranemana í vikunni að sveinsprófi loknu. Dýrindis brauð og bakkelsi hafa verið töfruð fram og listrænir hæfileikar nemanna koma vel fram.

Kræsingarnar voru dýrðlegar og framsetning framúrskarandi.
Kræsingarnar voru dýrðlegar og framsetning framúrskarandi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er list að kunna að baka ljúffengt croissant.
Það er list að kunna að baka ljúffengt croissant. mbl.is/Kristinn Magnússon
Snúðar og fleiri kræsingar fönguðu öll skilningarvit gesta.
Snúðar og fleiri kræsingar fönguðu öll skilningarvit gesta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bakkelsið hjá nemunum er í fjölbreyttu formi, litum og lögum.
Bakkelsið hjá nemunum er í fjölbreyttu formi, litum og lögum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Brauðin fengu líka að njóta sín, hvort sem það var …
Brauðin fengu líka að njóta sín, hvort sem það var með fagurfræðinni eða bragði. mbl.is/Kristinn Magnússon






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert