Einstök matarupplifun með Claude Bosi og Dom Pérignon á Moss

Franski matreiðslumeistarinn Claude Bosi, sem er tveggja stjörnu Michelin-kokkur á …
Franski matreiðslumeistarinn Claude Bosi, sem er tveggja stjörnu Michelin-kokkur á hinum vinsæla veitingastað Bibendum í London ásamt Agnari Sverrissyni yfirmatreiðslumeistara munu þeir töfra fram sex rétta sælkeraveislu í samstarfi við víngerðarmeistarinn Daniel Carvajal Pérez frá Dom Pérignon. Samsett mynd

Næsta sælkerakvöld í viðburðaröðinni Guest Chef & Wine Pairing Series á Moss Restaurant verður haldið í kvöld, 26. maí sem verður einstök matarupplifun sem á sér fáa líka. Að þessu sinni eru gestirnir franski matreiðslumeistarinn Claude Bosi, sem er tveggja stjörnu Michelin-kokkur á hinum vinsæla veitingastað Bibendum í London,og víngerðarmeistarinn Daniel Carvajal Pérez frá Dom Pérignon – einu virtasta kampavínshúsiveraldar. Ásamt Agnari Sverrissyni, yfirmatreiðslumeistara Moss Restaurant, munu þeir töfra fram sex rétta sælkeraveislu úr fyrsta flokks árstíðabundnu hráefni þetta eina kvöld þar sem hver réttur verður paraður móti sérvöldum árgöngum af Dom Pérignon kampavíni og fleiri úrvals vínum.

Stórstjarna í heimi matreiðslunnar

„Claude Bosi er stórstjarna í heimi matreiðslunnar og hefur verið leiðandi matreiðslumaður í London í 20 ár. Það er því gríðarlegur fengur að því að fá hann til okkar á Moss,“ segir Agnar umkomu meistarakokksins en Claude fer oft óhefðbundnar leiðir í matargerð og er meðal annarsþekktur fyrir að nota grænmeti í eftirrétti. Agnar kynntist Claude Bosi fyrir um 15 árum síðan íLondon og kom hann oft að borða á veitingastað Agnars, Texture.

„Bibendum er meðal vinsælustu veitingastaða í London og það er til marks um hæfileika Claudeað frá því hann tók við staðnum í mars 2017 leið aðeins um hálft ár þar til staðurinn var kominn með tvær Michelin-stjörnur. Það er hreint ótrúlegt afrek og hann hefur haldið stjörnunum síðan. Ég hlakka mikið til að vinna með honum að þessum viðburði hér á Moss.“ 

Gestir kvöldsins fá að upplifa árganga af Dom Pérignon kampavíni …
Gestir kvöldsins fá að upplifa árganga af Dom Pérignon kampavíni sem eru í raun ófáanlegir og nánast útilokað að fá að smakka. Ljósmynd/Bláa Lónið

Gestir munu upplifa ófáanlega árganga

Agnar er ekki síður spenntur fyrir því að taka á móti víngerðarmeistaranum Daniel Carvajal Pérez frá Dom Pérignon. Fátítt er að Dom Pérignon taki þátt í viðburðum sem þessum og enn sjaldgæfara að kampavínshúsið komi oftar en einu sinni á sama stað en þetta er önnur heimsókn þess á Moss. „Allt kampavín frá Dom Pérignon er árgangavín og í þetta sinn fá gestir okkar að upplifa árganga af Dom Pérignon kampavíni sem eru í raun ófáanlegir og því nánast útilokað að fá að smakka. Það er því í senn ótrúlegur heiður og einstakt tækifæri að geta boðið gestum Moss upp á þennan viðburð,“ bætir Agnar við.

Michelin-stjörnurkokkar á Moss

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Michelin-stjörnu kokkar mæta á Moss. Allt frá því Agnar tók við sem yfirmatreiðslumaður á Moss árið 2020 hafa margir heimsþekktir Michelin-stjörnu kokkar og vínþjónar komið til landsins og unnið með honum á veitingastaðnum í viðburðaröðinni Guest Chef & Wine Pairing Series. Meðal þeirra sem komið hafa eru Michelin-stjörnu kokkarnir Raymond Blanc yfirmatreiðslumeistari Le Manoir aux Quat'Saisons og Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins Hide í London.

Agnar Sverrisson lærði sjálfur í upphafi ferils síns hjá Raymond Blanc á áðurnefndum Le Manoiraux Quat'Saisons í Bretlandi. Hann stofnaði síðar veitingastaðinn Texture í London sem fékk Michelin-stjörnu árið 2010 og hélt henni í 10 ár eða þar til hann lokaði staðnum og flutti aftur heim til Íslands.

Töfrandi réttir úr árstíðarbundnu hráefni verða í boði á Moss …
Töfrandi réttir úr árstíðarbundnu hráefni verða í boði á Moss í kvöld. Ljósmynd/Bláa Lónið
Metnaðarfull matargerð þar sem hráefnið fangar bæði auga og munn …
Metnaðarfull matargerð þar sem hráefnið fangar bæði auga og munn á sinn einstaka hátt. Ljósmynd/Bláa Lónið
Moss skartar stílhreinni og fágaðri hönnun.
Moss skartar stílhreinni og fágaðri hönnun. Ljósmynd/Bláa Lónið
Hugsað er fyrir hverju smáatriði á Moss.
Hugsað er fyrir hverju smáatriði á Moss. Ljósmynd/Bláa Lónið





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert