Bráðholl og ljúffeng indversk súkkulaðikaka

Súkkulaðikakan hennar frú Ramya Shyam er ótrúlega girnilega og jarðarberin …
Súkkulaðikakan hennar frú Ramya Shyam er ótrúlega girnilega og jarðarberin toppa útkomuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og fram kom á Matarvefnum á dögunum stóð Indverska sendiráðið á Íslandi fyrir því að fagna Alþjóðlegu ári hirsi 2023 með skemmtilegum hætti. Sendiherra Indlands á Íslandi, Shri B. Shyam og frú Ramya Shyam buðu til fögnuðar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hirsi var í forgrunni og kynnt til leiks. Indverska sendiherrafrúin sá um að útbúa nokkra sælkerakræsingar sem boðið var upp á og deilir hér með lesendum nokkrum af uppskriftunum af því sem í boði var sem birtast á næstu dögum. Fyrsta uppskriftin frá frú Ramya Shyam er þessi ljómandi góða indverska súkkulaðikaka sem er vegan og bráðholl.  

Indversk súkkulaði kaka

  • ¾ bolli *Ragi hveiti
  • 2 msk. ósykrað kakóduft
  • 2 vel þroskaðir bananar
  • ¼ bolli púðursykur
  • ¼ bolli jógúrt - vegan jógúrt
  • ¼ bolli olía að eigin vali
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. *Pure Vanilla Extract eða vanilludropar
  • Jarðarber eða ber að eigin vali til skrauts.

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Útbúið  hringlaga baksturform, smyrjið formið og stráið með hveiti létt í botninn eða notið    bökunarpappír.
  3. Þurrristið hirsimjölið í 5 til 7 mínútur á lágum hita.
  4. Sigtið og blandið öllum þurrefnunum saman (hveiti, kakóduftinu, lyftiduftinu, matarsódanum og salti).
  5. Í annarri skál, stappið banana saman við púðursykurinn til dæmis með kartöflustappara.
  6. Þeytið svo saman olíu, jógúrti og vanilludropum.
  7. Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið vel og fallega saman.
  8. Hellið deiginu yfir í formið og bakið í um það bil 25-30 mínútur við 180°C hita.
  9. Eftir 25 mínútur stingið tannstöngli/bökunarprjóni í miðjuna.
  10. Ef að pinninn/prjóninn kemur hreinn út eða deigð molnar þá er kakan tilbúin.
  11. Ef deigið festist við, bakið þá í 10 mínútur til viðbótar.
  12. Þegar kakan er tilbúin þá skaltu taka kökuna út úr ofninum og eftir um það bil 2 mínútna hvíld skaltu taka kökuna úr forminu og láta hana kólna. 
  13. Skreytið og toppið með berjum að eigin vali rétt áður en kakan er borin fram.

*Pure Vanilla Extract fæst í verslunni Allt í köku eða stórmörkuðum.

*Ragi hveiti - Möndlumjöl eða spelt geta komið í stað Ragi hveitis ef það reynist erfitt að fá það hérlendis.

*Ragi hveiti eða Finger Millets er mikilvægt hirsi sem er ræktað mikið á ýmsum svæðum Indlands og Afríku. Finger Millets eða Ragi þykir mjög heilsusamlegt vegna ríkulegs næringargildis sem hefur góð áhrif á heilsuna og blóðsykurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert