Þessar orkukúlur verður þú að smakka

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, galdraði fram þessar dásamlegu …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, galdraði fram þessar dásamlegu Matcha orkukúlur sem eru algjört sælgæti. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi galdraði fram þessar dásamlegu Matcha orkukúlur sem eru algjört sælgæti og hollar um leið. Þær bráðna í munni og eru fullkomnar í svokallað milli mál. Það er alls ekki flókið að gera þessar og vert að skella í eina uppskrift og njóta. Hægt er að fylgjast með Jönu á Instagram reikning hennar @janast.

Ómótstæðilega girnilegar orkukúlurnar hennar Jönu og bráðna í munni.
Ómótstæðilega girnilegar orkukúlurnar hennar Jönu og bráðna í munni. mbl.is/Hákon Pálsson

Matcha orkukúlur

U.þ.b 30-35 kúlur

  • 3 bollar kókosmjöl
  • 1 bolli eða 100 gr möndlumjöl
  • ½  bolli hlynsíróp/ Akasiu Hunang/ Agave
  • 2 msk. brædd kókosolía
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 tsk. Matcha duft
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. möndlusmjör

Aðferð:

1. Blandið öllu hráefninu saman í kraftmikilli matvinnsluvél.

2 Gerið litlar kúlur.

3. Skemmtilegt að velta kúlunum upp úr kókosmjöli.

4. Kúlurnar geymst mjög vel í frysti í nokkrar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert