Davíð Tho og Rósa Huong kaupa Osushi í Tryggvagötu

Hjónin Davíð Tho og Rósa Huong hafa fest kaup á …
Hjónin Davíð Tho og Rósa Huong hafa fest kaup á Osushi við Tryggvagötu.

Sushi-veitingastaðurinn Osushi við Tryggvagötu var seldur á dögunum. Nýir eigendur eru hjónin Davíð Tho og Rósa Huong sem ætla að reka staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Hjónin þekkja Osushi vel því þau hafa starfað á veitingastaðnum í 15 ár. Dætur þeirra og skyldmenni hafa einnig unnið á staðnum og ætla að halda því áfram. 

Veitingastaðurinn Osushi var stofnaður fyrir 19 árum af Önnu Þorsteinsdóttur og Kristjáni Þorsteinssyni sem eru systkini. Systkinin hafa rekið annan Osushi veitingastað við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og hyggjast þau halda rekstri þess staðar áfram. 

Anna segir að fastakúnnarnir þurfi ekki að óttast neitt því enn þá verður boðið upp á gömlu góðu réttina á Osushi við Tryggvagötu en nýir eigendur ætla að sjálfsögðu að töfra fram eitthvað nýtt og ferskt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert