Einfaldasti hafragrautur í heimi

Einfaldasti hafragrautur í heimi og svo er bara að bæta …
Einfaldasti hafragrautur í heimi og svo er bara að bæta við eplabitum. Einfaldara verður það ekki. Unsplash/Cipote

Að byrja nýja vinnuviku eftir langt helgarfrí kallar á einfaldan og hollan morgunverð til að byrja daginn á. Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi hefur haldið fjöldamörg námskeið um hreint mataræði og deilt með þátttakendum góðum uppskriftum að hollum og góðum morgunmat. Meðal þess sem Margrét mælir með er þessi hafragrautur sem er sá einfaldasti í heimi þótt hann sé toppaður með smá gleðibitum.

Hafragrautur toppaður með eplabitum og kanil

  • 1 dl glútínlaust haframjöl
  • 2 dl vatn
  • 1 dl möndlumjólk
  • epli, skorið í bita, magn eftir smekk
  • kanill eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða hafragrautinn.
  2. Toppið með eplabitum og kanil.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert