Hver er besti barþjónn landsins?

Stórstjarnan í barþjónaheiminum, Kaitlyn Stewart, sem er frá Kanada er …
Stórstjarnan í barþjónaheiminum, Kaitlyn Stewart, sem er frá Kanada er á meðal dómara.

Í kvöld keppa íslenskir barþjónar í til úrslita í World Class barþjónakeppninni. Keppnin fer fram í Tjarnarbíói. Seinni partinn í dag verður tilkynnt hvaða þrír komast áfram og keppa á sviðinu en um hraðkeppni er að ræða. Barþjónarnir munu draga sex kokteila sem þeir þurfa að útbúa en þeir hafa aðeins sex mínútur til þess að töfra þá fram. 

World Class barþjónakeppnin hefur staðið yfir frá því í janúar og barþjónarnir hafa tekið þátt í alls kyns kokteil áskorunum, fengið fræðslu og safnað stigum.

Markmiðið er að komast í Topp 10 í lokakeppni World Class enda Ísland virkilega framarlega í matarmenningu og kokteilgerð. Barþjónn ársins mun taka þátt í alþjóðlegu World Class barþjónakeppninni sem er sú stærsta og virtasta í heimi og fer fram í Sao Paolo í Brasilíu í haust.

Dómarar eru stórstjarnan Kaitlyn Stewart frá Kanada sem vann alþjóðlegu World Class keppnina árið 2017 í Mexíkó. Andri Davíð „The Viceman“ sem var fyrsti sigurvegari World Class keppninnar á Íslandi og Jónas Heiðarr frá Jungle og Bingó sem var World Class sigurvegari ársins 2017.

Kynnar kvöldsins eru Sóley Kristjáns og Hlynur Björnsson en þau hafa séð um World Class keppnina á Íslandi frá upphafi.

mbl.is