Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum og þetta gerir Ragga nagli líka

Ragga nagli kolféll fyrir þessari eldunaraðferð á kartöflum og þessi …
Ragga nagli kolféll fyrir þessari eldunaraðferð á kartöflum og þessi uppskrift muni hafa áhrif á þig til framtíðar. Samsett mynd

Ragnhildur Þórðar, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, segir einnig að þetta sé nýjasta leiðin sín til að elda og borða kartöflur – sem sagt að pressa þær. „Þær verða svo ljúffengar – dúnmjúkar að innan en stökkar að utan,“ segir Ragga nagli á instagram. Þetta mun klárlega hafa áhrif á það hvernig þú eldar kartöflur þínar til frambúðar. Eftir þessa uppskrift muntu aldrei vilja borða hefðbundnar kartöflur aftur. Ragga nagli heldur úti instagramreikningnum @ragganagli þar sem má fylgjast með matarhefðum hennar.

Pressaðar kartöflur

  • 700 g litlar kartöflur
  • 1 msk. sjávarsalt
  • 1 msk. ólífuolía
  • ¼  tsk. svartur pipar
  • parmesanostur eftir smekk
  • söxuð steinselja eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar 15-20 mínútur eða þar til að þær eru næstum tilbúnar.
  2. Hellið heitum kartöflunum í sigti, tæmið vatnið af þeim og þerrið þær.
  3. Hitið ofninn í 200°C.
  4. Pressið kartöflurnar á bakka eða skurðarbretti með botninum á glasi. Gangið úr skugga um að kartöflurnar séu í heilu lagi en ekki í molum eftir að þær eru pressaðar.
  5. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið til með sjávarsalti og pipar.
  6. Bakið í um það bil 45 mínútur þar til karöflunnar eru orðnar gullnar og stökkar.
  7. Berið fram heitar og stráið yfir rifnum parmesanosti og/eða saxaðri steinselju eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert