Jakob bar sigur úr býtum

Jakob Eggertsson bar sigur úr býtum.
Jakob Eggertsson bar sigur úr býtum. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson

Jakob Eggertsson bar sigur úr býtum í World Class-barþjónakeppninni sem fór fram í Tjarnarbíó í gærkvöldi. 

Jakob frá Bingó Drinkery, Leó Snæfæld frá Ömmu Don á Óx og Sævar Helgi frá Tipsý kepptu til úrslita.

Stemningin var virkilega góð að sögn Sóleyjar Kristjánsdóttur, skipuleggjanda keppninnar á Íslandi. 

Jakob heldur ásamt fylgdarliði í alþjóðlegu World Class-barþjónakeppnina í haust sem verður haldin í Sao Paolo í Brasilíu og mun keppa fyrir Ísland.

„Þetta er stærsta og virtasta barþjónakeppni heims,“ segir Sóley og bætir við að keppnin sé löng og ströng, þar sem barþjónarnir þurfi að leysa ýmsar þrautir í nokkrum undankeppnum og jafnvel að heilla dómarana með frásögnum sínum af tilurð kokteilsins.

Jakob heldur ásamt fylgdarliði í alþjóðlegu World Class-barþjónakeppnina í haust …
Jakob heldur ásamt fylgdarliði í alþjóðlegu World Class-barþjónakeppnina í haust sem verður haldin í Sao Paolo í Brasilíu. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson
Jakob, frá kokteilbarnum Bingó.
Jakob, frá kokteilbarnum Bingó. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: