Létt og loftkennt skyr skreytt með ávöxtum

Litrík morgunverðarskál, með skyri, toppuð fjölbreyttri flóru að ávöxtum gefur …
Litrík morgunverðarskál, með skyri, toppuð fjölbreyttri flóru að ávöxtum gefur góða orku inn í daginn. Unsplash/Jannis Brandt

Það er ekkert betra en að fá sér morgunverð sem minnir á sumarið og nýta flóruna af ávöxtum sem í boðið eru til að toppa morgunverðinn. Hér er falleg skál með nýju skyri sem ber hið skemmtilega heiti Púff en Púff er létt og loftkennt skyr sem unnið er með nýrri framleiðsluaðferð hjá Mjólkursamsölunni. Þar er lofti dælt í skyrið í sérstakri vél svo það blæs upp. Þetta er miklu léttara skyr en hið klassíska og fullkomið til að borða með ávöxtum og chia fræjum. Ef þig langar að eiga gæðamorgunverðarstund þá er lag að leggja fallega á borð, hella nýkreistum appelsínusafa í glas, fá sér litríka skál með skyri, toppað með fjölbreyttri flóru af ávöxtum og jafnvel fá sér brauðsneið með. Svona stundir gefa og eru góðar inn í daginn.

Létt og litrík morgunverðarskál

  • 1 dós Púff Ísey skyr með jarðarberja- og límónubragði
  • ½ kiwi, skorið í sneiðar
  • ½ banani skorinn í sneiðar
  • 4-6 stk. jarðarber skorin í tvennt
  • 6-8 stk. brómber
  • Chia-fræ eftir smekk eða granóla eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra skyrið lauflétt og setja í skál.
  2. Skerið niður ávextina og raðið fallega ofan á skyrið líkt og myndin sýnir.
  3. Setjið eina fallega rönd af chia-fræjum eða granóla eftir smekk þvert yfir skyrið.
  4. Berið fram með appelsínusafa, aukaávöxtum og brauðsneið á fallegan hátt.
mbl.is