Heillaði mig alveg upp úr skónum

Þessa dagana keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, …
Þessa dagana keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, í framreiðslu fyrir Íslands hönd í keppninni Nordic Waiter & Nordic Chef. Andrea Ljósmynd/Aðsend

Þessa dagana keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, í framreiðslu fyrir Íslands hönd í keppninni Nordic Waiter & Nordic Chef. Keppnin er haldin ár hvert og fer að þessu sinni fram í Hell í Noregi. Keppnisdagarnir eru frá 1.-3. júní. Mikil spennan er fyrir keppninni og Andrea eini þjóninn frá Íslandi sem keppir að þessu sinni. Stífar æfingar hafa verið hjá Andreu fyrir keppnina og ástríða hennar fyrir faginu er mikil. Nú hefur Klúbbur framreiðslumeistara loksins verið endurvakinn hér á landi og vonandi mun stéttin vaxa samhliða því.

Andrea Ylfa er einungis 23 ára gömul og kemur að norðan. „Ég er bæði frá Akureyri og Mývatnssveitinni. Ég er menntaður framreiðslumeistari frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ég útskrifaðist sem framreiðslumaður í maí árið 2020 og kláraði svo meistarann þar fyrir ári síðan maí 2022. Síðastliðinn apríl útskrifaðist ég einnig úr Háskólanum í Reykjavík með Diplómu í hótelstjórnun,“ segir Andrea. 

Hún byrjaði byrjaði ferilinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar kláraði hún grunndeild matvæla- og ferðagreina og fór á nemasamning á Rub23 á Akureyri. „Það er veitingastaðurinn sem ég útskrifaðist frá, en ég þurfti að flytja suður til þess að klára framreiðslunámið, því það er einungis kennt í MK. En ég veit til þess að VMA tók upp framreiðslu námið á Akureyri nýlega og einhverjir voru að útskrifast sem framreiðslumenn í fyrsta skipti fyrir utan MK.“

Andrea ætlaði að læra bíifvélavirkjann en slysaðist inn á matvælabrautina …
Andrea ætlaði að læra bíifvélavirkjann en slysaðist inn á matvælabrautina og eftir skemmtilega vinnustaðaheimsókn á veitingastaði voru örlög hennar ráðin. Ljósmynd/Aðsend

Heillaði mig upp úr skónum með þetta fag

Aðspurð segist Andrea ekki hafa verið búin að ákveða að fara út í þetta nám eftir grunnskóla. „Til að byrja með ætlaði ég að læra bifvélavirkjann en ég slysaðist til að fara á matvælabrautina og heillaðist mjög af framreiðslunni. Á grunndeildinni í VMA er mikið farið í fyrirtækjaheimsóknir og fórum við á bæði Strikið og Rub23 í heimsókn og hittum þar kokka og þjóna sem lýstu fyrir okkur þeirra fagi og var þar framreiðslumaður sem talaði um hvert hennar hlutverk væri og ég sá hvað hún hafði mikla ástríðu fyrir framreiðslunni að hún heillaði mig alveg upp úr skónum með þetta fag, ég var alveg seld,“ segir Andrea hughrifin.

Að sögn Andreu er mikil vöntun á þessu fagi og lítið um að vera innan framreiðslu geirans, framleiðslusvið Íslands hefur legið í dvala í þó nokkurn tíma, það er ekki nægilega mikil aðsókn miðið við stækkandi bransa og aukinni umferð ferðamanna á Íslandi. Einnig var endurvakið klúbb framreiðslumeistara síðastliðinn febrúar og var kosið í nýja stjórn sem ætlar sér að koma faginu á betra framfæri og lyfta upp iðngreininni. Þar er ég meðlimur og erum við að plana allskonar spennandi verkefni sem við munum segja frá síðar,“ segir Andrea og er spennt fyrir komandi tímum.

Hvað er framreiðsla?

Það eru færri heldur en fleiri sem vita hvað framreiðsla er. „Framreiðslumaður er fagmenntaður þjónn sem  býður upp á faglega og góða þjónustu einnig gengur úr skugga um að gestur fái góða upplifun, hvort sem það sé á veitingastað eða í veislum o.fl. Stjórnun í veitingasal og veisluhaldi í samstarfi með matreiðslumönnum og öðru fagfólki, gerir áætlanir um veitingarekstur og velur viðeigandi framreiðsluaðferð eftir tilefni viðburða. Framreiðslumaður þjónar fjölmenningarlegum hópi gesta og leiðbeinir um val á vörum í samræmi við óskir og þarfir þeirra,“ segir Andrea og segir að góður framreiðslumaður geti skipt sköpun fyrir matargesti þegar kemur að heildarupplifuninni.

Keppir fyrir Íslands hönd

Andrea stendur í ströngu þessa dagana og keppir sem framreiðslu. „Keppnin sem ég er að taka þátt í fyrir hönd Íslands heitir Nordic Chef & Waiter og er ég eini þjónninn sem er að taka þátt ásamt nokkrum kokkum. Þjálfarinn minn er Sigurður Borgar sem er veitingastjóri á Monkeys, við erum búin að taka stífar æfingar fyrir keppnina síðastliðnu tvo mánuði.“

Í keppninni sjálfri eru keppt í nokkrum greinum, þar á meðal er keppt í kokteil gerð, þá er blandað 6 klassíska kokteila. Vínpörun, þar á að para vín við samsettan matseðil og verja valið upp á sviði. Blindsmakk, þar er greint vínið og svarað spurningum um vínin. Uppdekkning á borði, uppröðun fyrir 3ja rétta kvöldverð með viðeigandi hnífapörum og glösum ásamt blómaskreytingu og servíettubrotum. Mistery sörvis, að lokum er mystery sörvis, þar ákveður yfirdómari hvaða verkefni þarf að leysa það geta komið ótal mörg mismunandi verkefni s.s. Flambering, fyrirskurður, forréttagerð o.fl. 

Það verður spennandi að fylgjast með Andreu næstu daga og framtíðin er björt hjá Klúbbi framreiðslumeistara á Íslandi.

mbl.is