Hin fullkomna túnfisksteik

Fullkomin þessi ómótstæðilega túnfisksteik sem borin er fram með sellerírótarmús …
Fullkomin þessi ómótstæðilega túnfisksteik sem borin er fram með sellerírótarmús og kóríandersósu. Ljósmynd/Sjöfn

Túnfisksteikur er afar ljúffengur matur og þykja mikið hnossgæti en túnfisksteikurnar hafa ekki verið neitt sérstaklega algeng vara á borðum landsmanna. það er þó engum blöðum um það að flétta að steikurnar fást víða frosnar og jafnframt hefur verið hægt að nálgast þær ófrosnar í einstaka fiskbúðum. Túnfisksteikur eru þéttar og þykkar, veislumatur og henta vel á grillið eða pönnu. Það er tiltölulega einfalt að matreiða túnfisksteikur hvort sem fyrir valinu verður grill eða panna. Það er mjög mikilvægt að muna að taka steikina tímanlega úr frystinum svo hún sé algjörlega afþiðin ef hún er til í frystinum. Sé steikin í kæli þá er gott að taka túnfiskinn út úr kælinum um það 1 - 2 klukkustundum áður en þú grillar hann, þá ætti hann að hafa náð stofuhita fyrir eldun.

Alls ekki elda í gegn

Túnfiskurinn þarf alla jafna ekki nema 1-3 mínútur á hvorri hlið. Túnfiskinn á alls ekki að elda alveg í gegn - steikin á að halda lit sínum í miðjunni til að koma í veg fyrir að steikin verði of elduð. Almennt á veitingastöðum væri steikin miðlungselduð (medium rare), þannig að steikin sé bleik í miðjunni og flestir sem þekkja túnfisksteik vilja hana þannig. Hins vegar þarf líka að hafa í huga þegar grillað er utandyra, íslenska veðráttu og hitastig og auðvitað þykkt túnfisksteikurnar. Hér er uppskrift af guðdómlega ljúffengum túnfisksteikum og meðlæti sem steinliggur. Þetta sannkölluð sælkera máltíð sem allir matarunnendur eiga eftir að bráðna yfir. Þú getur ráðið meðlætinu en sellerírótarmús og fallega græna kóríandersósan eru fullkomnar með túnfisksteik.

Vert að bera þær fram tilbúnar á diskunum með meðlætinu.
Vert að bera þær fram tilbúnar á diskunum með meðlætinu. Ljósmynd/Sjöfn

Sælkera túnfisksteikur með chilli, hvítlauk og engifer

Fyrir 4

  • 4 stk. túnfisksteikur. (200-250 g stk.)
  • Kryddlögur með chilli, hvítlauk, engifer og kóríander
  • Ólífuolía og/eða smjör fyrir steikingu á pönnu
  • Sprettur og sítrónusneiðar til skrauts og sem bragðbætir.

Aðferð:

  1. Takið út úr kæli 1-2 klukkustundum áður en þú ætlar að grilla túnfisksteikurnar.
  2. Penslið túnfisksteikurnar með kryddleginum (uppskrift hér fyrir neðan) þegar þær eru teknar úr kæli.
  3. Hitið grillið og hafið það funheitt eða pönnuna. Betra að hafa mikinn hita og snöggsteikja steikurnar.
  4. Steikið túnfisksteikurnar í 2-3 mínútur og hvorri hlið.
  5. Berið fram með sellerírótarmús, kóríandersósu og skreytið með vorlauk, kóríander, sprettum að eigin vali og sítrónusneiðum.

Kryddlögur með chilli, hvítlauk og engifer

  • 1-2 msk ólífuolía
  • 1 msk límónusafi úr ferskri límónu
  • 1 rauður chillipipar, smátt sneiddur eða saxaður
  • 1-2 stk. litlir hvítlaukar úr körfunum, saxaðir eða marðir
  • 1-2 tsk. ferskt engifer raspað
  • Ferskt kóríander eftir smekk, saxað
  • 2-3 vorlaukar, smátt sneiddir

Aðferð:

  1. Blandið saman ólífuolíunni, límónusafanum, söxuðu chilli eða í litum sneiðum, söxuðum hvítlauk og röspuðu engifer í skál og hrærið.
  2. Bætið við smá nýmöluðum pipar eftir smekk.
  3. Bætið við helmingnum af vorlauk og fersku kóríander.
  4. Notið restina af kóríander og vorlauknum til að skreyta túnfisksteikurnar þegar þær eru bornar fram.

Fallega græna kóríandersósan

  • ¾ bolli af hráum kasjúhnetum (lífrænar bestar)
  • ½ bolli af ferskum kóríander laufblöðum
  • 1 stk. hvítlaukur, marinn (þessir í körfunum)
  • ½ bolli af vatni – eða eins og ykkur finnst þurfa
  • 3 msk. ferskur límónusafi úr ferskri límónu
  • 2 -3 msk. avókadó
  • ½ tsk af fínu sjávarsalti
  • ½ tsk af hvítlauksdufti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja kasjúhneturnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þær.
  2. Passið að vatnið nái yfir allar hneturnar.
  3. Látið liggja í vatninu í klukkutíma eða í volgu vatni yfir nótt.
  4. Hreinsið hnetur og hellið vatni af.
  5. Bætið síðan öllu hnetumaukinu og öðru hráefni í góðan blandara.
  6. Blandið vel saman.
  7. Ef hneturnar og hitt hráefnið er ekki að blandast nógu vel saman að þínum smekk þá má bæta örlitlu af vatni saman við. B
  8. erið sósuna fram í fallegri skál eða í glasi á fæti og skreytið með kóríanderblöðum.
  9. Hún verður fislétt og fallega fagurgræn á litinn.

Sellerírótamús

  • 1 stk. sellerírót, afhýdd og skorin í teninga
  • 2 stk. laukar, saxaðir
  • Ólífuolía fyrir steikingu
  • Gróft salt og hvítur pipar eftir smekk
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Afhýðið sellerrótina og skerið í teninga.
  2. Afhýðið laukana og saxið.
  3. Steikið sellerírótarteningana og laukinn upp úr smá ólífuolíu á pönnu og kryddið til með grófu salti og hvítum pipar.
  4. Hellið rjómanum út á sjóðið þangað til að sellerírótin er orðin mjúk.
  5. Bætið meiri rjóma saman við ef ykkur finnst þess þurfa.
  6. Setjið blönduna síðan í matvinnsluvél og maukið.
  7. Músin á að vera meðal þykk og með fallegri áferð. 
  8. Smakkið til með salti og pipar.
Fallegar túnfisksteikurnar þegar búið er að setja á þær kryddlöginn.
Fallegar túnfisksteikurnar þegar búið er að setja á þær kryddlöginn. Ljósmynd/Sjöfn
Það toppar ekkert grillaðar túnfisksteikur.
Það toppar ekkert grillaðar túnfisksteikur. Ljósmynd/Sjöfn



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert